Neysla innanlands jókst um 2,5% milli ára

Kortavelta innanlands jókst á milli ára.
Kortavelta innanlands jókst á milli ára. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Seðlabanki Íslands birti fyrr í vikunni gögn um veltu innlendra greiðslukorta í janúar. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 63 milljörðum króna og jókst um 2,5% milli ára miðað við fast verðlag.

Kortavelta Íslendinga erlendis nam alls 8,7 milljörðum króna og dróst saman um 46% milli ára miðað við fast gengi. Samanlagt dróst kortavelta saman um 8% milli ára í janúar miðað við fast gengi og fast verðlag, að því er segir í Hagsjá Landsbankans.

Þetta er töluvert meiri samdráttur en mældist í desember þegar neyslan dróst einungis saman um 4% milli ára. Skýrist munurinn á minni aukningu í innlendri neyslu sem jókst um 5% milli ára í desember.

Áfram er staðan slík að samdrátturinn er alfarið vegna minni neyslu erlendis frá og ekki að sjá að samdráttur hafi orðið í neyslu Íslendinga innanlands í þriðju bylgju faraldursins líkt og var í þeirri fyrstu.

„Við sjáum vísbendingar um meiri hreyfingu á fólki og að lífið sé smám saman að komast í eðlilegra horf eftir því sem smitum fækkar. Gera má ráð fyrir að neysla þróist eftir því,“ segir í Hagsjánni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK