Uber tapar mikilvægu máli í Hæstarétti Bretlands

Leigubílaþjónustan Uber tapaði stóru máli fyrir Hæstarétti Bretlands í dag.
Leigubílaþjónustan Uber tapaði stóru máli fyrir Hæstarétti Bretlands í dag. AFP

Bílstjórar sem keyra á vegum leigubílaþjónustunnar Uber eru starfsmenn fyrirtækisins og hafa þar með rétt á lágmarkslaunum, hátíðakaupi og kaffihléum. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Bretlands, en dómur í máli gegn Uber féll í réttinum í dag í máli sem er afar þýðingarmikið fyrir viðskiptamódel fyrirtækisins og gæti jafnvel ógnað því.

Í niðurstöðu dómsins sagði að skilmálar í samningum milli atvinnurekandans og bílstjóranna væri algjörlega stjórnað af Uber sem og vinnuaðstæður. Þá segir þar jafnframt að vinnutími bílstjóranna sé ekki bara sá tími sem ekið sé með farþega, heldur einnig tími þegar bílstjórar séu skráðir í kerfi fyrirtækisins og bíði eftir farþegum.

Dómurinn í dag markar enda á fimm ára baráttu Uber fyrir breskum dómstólum um stöðu bílstjóra sinna og enn einn steinn í götu fyrirtækisins í Bretlandi, en þar er stærsti evrópski markaður þess.

Málið fer nú fyrir sérstakan rétt sem ákvarðar hversu mikið fyrirtækið þurfi að greiða þeim 25 bílstjórum sem upphaflega stefndu fyrirtækinu árið 2016. Um 1.000 önnur sambærileg mál hafa verið sett fram gegn Uber, en þeim hafði verið frestað þangað til niðurstaða í þessu fordæmisgefandi máli lægi fyrir.

Barátta Uber varðandi stöðu bílstjóra sinna heldur áfram víða um heim, en í þessum mánuði er gert ráð fyrir að Evrópusambandið muni gefa út tilmæli vegna harkhagkerfisins (gig-economy).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK