Munu selja fimm milljónir miða á ári

Sindri Már Finnbogason og Björn Steinar Árnason.
Sindri Már Finnbogason og Björn Steinar Árnason. Ljósmynd/Aðsend

„Það eru fleiri tækifæri á öðrum mörkuðum en ég held að þetta sé nóg í bili,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi íslenska miðasölufyrirtækisins Tix.

Forsvarsmenn fyrirtækisins ákváðu að nýta sér kórónuveirufaraldurinn til að leita nýrra tækifæra og víkka út starfsemi þess í Evrópu. Er nú svo komið að Tix er með starfsfólk í sex löndum og selur miða í sjö löndum. Fyrir ári voru starfsmenn Tix 13 en eru nú 22.

Tix seldi um þrjár milljónir miða árið 2019. Áhrif kórónuveirunnar þýddu að umsvif fyrirtækisins drógust mikið saman í fyrra en Sindri segir aðspurður að eftir að nýir viðskiptavinir hafa bæst við megi gera ráð fyrir að Tix selji um fimm milljónir miða á ári þegar eðlilegt ástand kemst á að nýju, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK