Herða samkeppnina við Eldum rétt

Á vefsíðu Heimkaupa er hægt að nálgast uppskriftir frá Lindu.
Á vefsíðu Heimkaupa er hægt að nálgast uppskriftir frá Lindu.

„Frá því að þú pantar vörurnar er í raun klukkutími þangað til við leggjum af stað. Með þessari viðbót erum við að auka enn á þjónustuna við okkar viðskiptavini,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Vísar hann í máli sínu til þess að nú má finna uppskriftir eftir áhrifavaldinn Lindu Ben á vefsíðu fyrirtækisins. Þannig geta viðskiptavinir keypt innihaldsefni uppskriftarinnar og eldað samkvæmt leiðbeiningum. Svipar þessu mjög til þjónustu fyrirtækja á borð við Eldum rétt þar sem viðskiptavinir geta keypt svokallaða matarpakka.

„Hjá okkur geturðu pantað vörurnar samdægurs og það líða mest tvær klukkustundir þar til hráefnin eru komin heim til viðskiptavina óski þeir eftir því. Hjá fyrirtækjum eins og Eldum rétt þarf fólk að panta í vikunni á undan og við þykjumst vita að það eigi ekki upp á pallborðið hjá öllum. Við sendum okkar því innan sama dags. Þetta er í raun svakaleg þjónusta,“ segir Guðmundur og bætir við að vörurnar séu keyrðar út frá morgni til kvölds.

Fólk geti því valið hvenær það vill fá vörurnar sendar heim. Ekki þarf að greiða sendingarkostnað.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK