GameStop rýkur aftur upp í verði

Fyrirtækið GameStop verður aftur verðmætara.
Fyrirtækið GameStop verður aftur verðmætara. AFP

Hlutabréf í GameStop hafa enn á ný rokið upp. Þau tóku að hækka í verði fyrir lokun markaða í Bandaríkjunum í gær og enduðu á að hækka um 104% á milli daga. Nú kostar einn hlutur 91 Bandaríkjadal, samanborið við um 45 dali daginn áður.

Hluturinn hefur ekki verið verðmætari í félaginu frá því að hann hrundi alveg í verði eftir að netverjar af Reddit komu félaginu til bjargar frá vogunarsjóðum sem höfðu tekið skortstöðu í félaginu.

Þegar almenningur sameinaðist um að kaupa hluti í félaginu til að hækka virði þess fór hluturinn hæst á 483 dali. Þetta vakti mikla athygli í ljósi þess að áður en til þessarar atburðarásar kom var GameStop nokkuð hefðbundin tölvuleikjaverslun í Bandaríkjunum.

Á vef The Verge segir að óljóst sé hvað veldur svona örri hækkun á nýjan leik en það liggur beinast við að rekja hana að vissu leyti til ummæla fjárfestingaráðgjafans Keith Gill, sem tjáði sig nýverið um hve vel honum líkaði að eiga hlut í GameStop. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK