Verðbólgan 4,1%

Vetrarútsölum er lokið og hækkaði verð á fatnaði og skóm …
Vetrarútsölum er lokið og hækkaði verð á fatnaði og skóm um 3,2-4,4% á milli mánaða. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,1% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,5%. Heldur hefur dregið úr ársverðbólgu milli mánaða en í janúar var hún 4,3%. 

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2021, hækkar um 0,69% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,76% frá janúar 2021.

Vetrarútsölur eru víða gengnar til baka og hækkaði verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 3,2% (áhrif á vísitöluna 0,17%) og verð á fötum og skóm um 4,4% (0,15%). Viðhald og viðgerðir á húsnæði hækkaði um 2,2% (0,11%).

 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK