Samruninn eykur samkeppni

Marinó Örn Tryggvason er forstjóri Kviku banka.
Marinó Örn Tryggvason er forstjóri Kviku banka.

„Við bjuggumst við að þetta yrði samþykkt. Sérstaklega í ljósi þess að eins og við horfum á málið er einn af kostum þessa vænta samruna að hann gerir okkur kleift að keppa með öflugri hætti við bankana. Þetta eykur því samkeppni,“ segir Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, í tilefni af samþykktum FME og SKE. 

Fram kom í tilkynningu Kviku til Kauphallarinnar í kvöld að Samkeppniseftirlitið (SKE) hefði samþykkt samruna Kviku og TM. Jafnframt tilkynnti Fjármálaeftirlitið (FME) Kviku þá niðurstöðu sína að eftirlitið teldi félagið hæft til að fara með eignarhald á virkum eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. 

Tvennt er þá eftir í samrunaferlinu. Annars vegar þarf Fjármálaeftirlit Seðlabankans að veita samþykki fyrir samrunanum. Hins vegar þurfa hluthafafundir beggja félaga að samþykkja samrunann. 

Marinó Örn segir að nú geti félögin boðað til hluthafafunda. Það verði gert strax í næstu viku. 

Hann vænti þess að félögin geti sameinast fyrir lok mars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK