Mývatnssveit opnar með hækkandi sól

Mývatn á vetrardegi.
Mývatn á vetrardegi. Ljósmynd/Birkir Fanndal

Uppselt hefur verið á gönguskíðanámskeið tvær helgar í röð hjá Sel hóteli í Mývatnssveit. Yngvi Ragnar Kristjánsson hótelstjóri segir í samtali við mbl.is Mývetninga finna vel fyrir gönguskíðaæði Íslendinga. 

Sel hótel er meðal nokkurra gististaða sem eru í rekstri heimamanna og hafa opnað fyrir gistingu og veitingasölu eftir langan vetur án gesta. 

Síðustu helgi var gönguskíðanámskeið einungis fyrir konur ásamt jógatímum og ferð í jarðböðin á Mývatni. Þessa helgina var hjóna- og paranámskeið með svipuðu sniði.

Afturhvarf til fortíðar

Yngvi segir eins konar helgarvertíð vera að hefjast hjá sér „svona svipað og var fyrir tuttugu árum, einungis með Íslendingum“.

Yngvi Ragnar Kristjánsson, annar hótelstjóri Sel hótels í Mývatnssveit.
Yngvi Ragnar Kristjánsson, annar hótelstjóri Sel hótels í Mývatnssveit. Ljósmynd/mbl.is

Aðspurður hvernig aðsókn skíðaóðra Íslendinga hefur áhrif á rekstur hótelsins segist Yngvi mjög feginn því að geta opnað. „Við höfum alla vega verkefni og gátum opnað og boðið starfsfólki aftur,“ segir Yngvi og bætir því við að það sé góð tilfinning að geta ráðið aftur fólk til sín sem hefur verið atvinnulaust. 

Gönguskíða- og jóganámskeiðið er heimatilbúið á Sel hóteli. Yngvi sporar brautirnar sjálfur, pantar kennara, eldar og skipuleggur ásamt konu sinni Ásdísi Erlu Jóhannsdóttur, sem einnig er hótelstjóri á Seli.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK