Bankastjórinn einn af átta

Arion banki.
Arion banki. Ljósmynd/Aðsend

Bankastjóri og aðstoðarbankastjóri Arion banka eru á meðal þeirra sem keyptu áskriftarréttindi að nýjum hlutum í bankanum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka um viðskipti fruminnherja/fjárhagslegra tengdra aðila í tengslum við útgáfu áskriftarréttindanna.

Alls keyptu um 150 starfs­menn Ari­on banka og dótt­ur­fé­laga 48,5% af heild­ar­út­gáfu áskrift­ar­rétt­inda að nýj­um hlut­um í bank­an­um.

Í tilkynningunni eru tilgreindir átta háttsettir starfsmenn Arion banka, þar á meðal Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason aðstoðarbankastjóri. Eftir viðskiptin á hvor þeirra áskriftarréttindi að 961.538 hlutum en hver þeirra kostar 15,6 krónur, sem gerir tæpar 15 milljónir króna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK