Ásbjörg og Jóna nýjar í yfirstjórn Landsvirkjunar

Ásbjörg Kristinsdóttir og Jóna Bjarnadóttir koma nýjar inn í framkvæmdastjórn …
Ásbjörg Kristinsdóttir og Jóna Bjarnadóttir koma nýjar inn í framkvæmdastjórn Landsvirkjunar. Ljósmynd/Aðsend

Þær Ásbjörg Kristinsdóttir og Jóna Bjarnadóttir hafa verið ráðnar sem nýir framkvæmdastjórar hjá Landsvirkjun. Jóna verður framkvæmdastjóri nýs sviðs samfélags- og umhverfismála og Ásbjörg verður framkvæmdastjóri á sviði framkvæmda, en þar tekur hún við af Gunnari Guðna Tómassyni sem tekur við sem framkvæmdastjóri nýs sviðs vatnsafls. Þá tekur Einar Mathiesen, sem áður stýrði orkusviði Landsvirkjunar, við nýju sviði vinds og jarðvarma.

Ásbjörg hefur starfað hjá Landsvirkjun með hléum frá árinu 2002, undanfarin ár sem forstöðumaður á framkvæmdasviði. Ásbjörg stýrði byggingu Búrfellsstöðvar II, fyrst kvenna á Íslandi til að stýra slíku verkefni. Hún er með doktorspróf í verkfræði og stjórnun frá MIT.

Jóna hóf störf hjá Landsvirkjun árið 2014 en hefur frá árinu 2017 veitt deild umhverfis og auðlinda forstöðu. Hún er með meistaragráðu í umhverfisstjórnun og stefnumótun frá háskólanum í Lundi.

Eftir breytingarnar verða átta framkvæmdastjórar í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og verða kynjahlutföll í fyrsta skipti í 56 ára sögu fyrirtækisins jöfn.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK