Hrefna nýr verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá

Hrefna hefur starfað sem framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtaka …
Hrefna hefur starfað sem framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra síðustu 10 árin, þar til hún hóf störf hjá Sjóvá um miðjan febrúar. Ljósmynd/Aðsend

Hrefna Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Hrefna hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu af forvarnastarfi, að því er fram kemur í tilkynningu.

Hrefna hefur starfað sem framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra síðustu 10 árin, þar til hún hóf störf hjá Sjóvá um miðjan febrúar. Áður var hún verkefnastjóri hjá samtökunum og SAFT-verkefninu. Þar áður starfaði hún meðal annars sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu og kennari við Hofsstaðaskóla.

Hrefna er með meistarapróf í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands, kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi og BA-próf í sálfræði frá sama skóla. Hún hefur setið í varastjórn Almannaheilla frá árinu 2019 og sat í stjórn Námsgagnastofnunar á árunum 2012 til 2015. Hún hefur einnig átt sæti í ýmsum nefndum og samstarfshópum, innlendum sem erlendum, í tengslum við fyrri störf.

„Sjóvá hefur unnið að forvörnum með virkum hætti í gegnum tíðina og höfum við mikinn metnað til að efla það starf enn frekar. Það eru fjölmörg tækifæri til að auka öryggi fólks og efla forvarnir áfram í samfélaginu og hlakka ég til að vinna að þeim verkefnum sem framundan eru,“ er haft eftir Hrefnu í tilkynningu.

Hrefna er gift Þorgeiri Ragnarssyni, sagnfræðingi og ráðgjafa hjá Menntasjóði námsmanna, og eiga þau tvö börn.  

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK