Skatturinn hefur opnað fyrir framtalsskil

Höfuðstöðvar Skattsins við Laugaveg.
Höfuðstöðvar Skattsins við Laugaveg. mbl.is/Sisi

Opnað hefur verið fyrir framtalsskil hjá Skattinum fyrir tekjur á árinu 2020. Frestur til að skila framtali er lengri en í fyrra, til 12. mars en ekki verður hægt að sækja um viðbótarfrest.

Í tilkynningu á vef Skattsins kemur fram að ekki verði boðið upp á framtalsaðstoð í afgreiðslum Skattsins en þess í stað verður boðið upp á að panta símtal og fá aðstoð í gegnum síma.

Allir þeir sem náðu 16 ára aldri á árinu 2020 þurfa nú að skila skattframtali í fyrsta sinn og telja fram tekjur sínar og eignir.

Framtalsleiðbeiningar má finna á vef Skattsins ásamt öðrum upplýsingum sem gott er að hafa við höndina við framtalsskil.

Notast þarf við rafræn skilríki eða veflykil til auðkenningar inn á þjónustuvefinn til að skila framtali rafrænt. Hægt er að fá leiðbeiningar á pappír með því að sækja þær á starfsstöð Skattsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK