Stóraukinn afgangur á viðskiptajöfnuði

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á fjórða ársfjórðungi 2020 var 22,1 milljarðs króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd samanborið við 2,9 milljarða króna ársfjórðunginn á undan. Þetta kemur fram á vef Seðlabanka Íslands

Viðskiptaafgangur fyrir árið 2020 í heild nam 30,9 ma.kr. samanborið við 193,9 ma.kr. fyrir árið á undan. Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.039 ma.kr. eða 35,3% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 83 ma.kr. eða 2,8% af VLF á fjórðungnum.

Viðskiptaafgangur var 30,6 ma.kr. minni en á sama ársfjórðungi árið 2019. Það skýrist aðallega af mun óhagstæðari þjónustuviðskiptum sem nemur 35,1 ma.kr. Munar þar mest um umtalsvert minna verðmæti útfluttrar þjónustu eða sem nemur 69,9 ma.kr. 

Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.039 ma.kr. eða 35,3% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 83 ma.kr. eða 2,8% af VLF á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.441 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 3.402 ma.kr. Hrein fjármagnsviðskipti bættu erlenda stöðu þjóðarbúsins um 77 ma.kr. á fjórðungnum en erlendar eignir minnkuðu um 13 ma.kr. vegna fjármagnsviðskipta og skuldir um 90 ma.kr. Virði eigna lækkaði á ársfjórðungnum um 58 ma.kr. vegna gengis- og verðbreytinga og skuldir um 47 ma.kr.

Í heildina leiddu gengis- og verðbreytingar til 12 ma.kr. lækkunar á hreinni erlendri stöðu þjóðarbúsins. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hækkaði um rúm 14% og verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði um 22,4%. Gengi krónunnar hækkaði um 4% miðað við gengisskráningarvog.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK