Fjárfesta fyrir milljarða í framleiðslurými

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, er með mörg járn í eldinum. Fyrirtækið hyggur nú á frekari vöxt hér heima og erlendis. Mikill áhugi hefur verið á drykknum Collab erlendis en í ljósi aukinnar sölu ásamt velgengni Collab hyggur Ölgerðin nú á fjárfestingu í nýju framleiðslurými.

Að sögn Andra er um nokkurra milljarða króna fjárfestingu að ræða. Framkvæmdin mun auka sveigjanleika fyrirtækisins og opna á frekari möguleika í útflutningi á íslenskum drykkjum.

„Þetta fjórfaldar afkastagetu okkar í dósum. Útflutningur á vörum er ekki grundvöllur fyrir viðskiptahugmyndinni en opnar klárlega á þann möguleika. Fyrst og fremst er þetta þó hugsað til þess að auka afkastagetuna, auðvelda nýsköpun og til hagræðingar í rekstri,“ segir Andri og bætir við að fyrsta skóflustungan verði tekin síðar í þessum mánuði. Þá séu framkvæmdarlok áætluð snemma á næsta ári.

Stefnt að skráningu í Kauphöll

Auk þessa stefnir Ölgerðin nú á skráningu í Kauphöll á næstu tveimur árum. Þannig vonast Andri til að geta með auðveldari hætti sótt fjármagn og stækkað fyrirtækið með samrunum. „Við trúum því að við eigum fullt erindi inn á markað en þar höfum við greiðara aðgengi að fjármagni. Við höfum hug á því að stækka með samrunum og með skráningu tel ég að svoleiðis viðskipti geti gengið greiðar fyrir sig.“

Viðtalið við Andra Þór má lesa í heild í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK