Forsætisráðherra hringir jafnréttisbjöllu Kauphallarinnar

Bjalla Kauphallarinnar.
Bjalla Kauphallarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Mánudaginn næstkomandi er alþjóðadagur kvenna, og í tilefni hans mun Kauphöllin hringja opnunarbjöllu markaðanna til heiðurs jafnrétti kynjanna.

Þetta er í fjórða sinn sem Kauphöllin tekur þátt í þessum viðburði, sem er sameiginlegur meðal kauphalla á heimsvísu, en allar Nasdaq-kauphallirnar á Norðurlöndunum, í Eystrasaltslöndunum sem og í New York taka þátt.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hringir bjöllunni í ár.

Dagurinn er haldinn hátíðlegur í samstarfi við UN Women, Félag kvenna í atvinnulífinu og Samtök atvinnulífsins. Þema dagsins í ár er #ChooseToChallenge sem vekur máls á kynjahlutdrægni og ójafnrétti en er einnig ætlað að fagna vinnu og afrekum kvenna.

Sigyn Jónsdóttir, formaður Ungra athafnakvenna, hringdi opnunarbjöllunni árið 2019.
Sigyn Jónsdóttir, formaður Ungra athafnakvenna, hringdi opnunarbjöllunni árið 2019. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK