Ólíklegt að Icelandair tapi hefðarrétti á flugvöllum

Flugvél Icelandair skammt frá Keflavíkurflugvelli. Félagið þarf nú að búa …
Flugvél Icelandair skammt frá Keflavíkurflugvelli. Félagið þarf nú að búa sig undir breytingar á reglugerð er varðar afgreiðslutíma á flugvöllum. mbl.is/Sigurður Bogi

Ný reglugerð Evrópusambandsins um nýtingu afgreiðslutíma á flugvöllum tók nýverið gildi. Reglugerðin felur í sér umtalsverðar breytingar á gildandi fyrirkomulagi en flugrekendur hafa frá því heimsfaraldur kórónuveiru kom upp starfað á undanþágu.

Undanþágan fól í sér að umræddir flugrekendur þurftu ekki að uppfylla 80% nýtingarhlutfall til að halda afgreiðslutímum. Almennt hafa flugrekendur þurft að nýta afgreiðslutíma til að halda svokölluðum hefðarrétti. Í ljósi aðstæðna var ákveðið að veita undanþágu frá þessum skilyrðum.

Því hefur þó verið breytt og mun ný reglugerð taka gildi síðar í mánuðinum. Í henni felast þó ákveðnar tilslakanir þar sem krafa um nýtingarhlutfall hefur verið lækkuð úr 80% í 50%. Sömuleiðis þarf ekki að uppfylla nýtingarhlutfallið á tímabilum þar sem tímabundnar lokanir og ferðatakmarkanir eru í gildi.

Icelandair í góðri stöðu

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist ekki eiga von á því að flugfélagið missi verðmæta afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli vegna þessa. Í reglugerðinni er enn fremur kveðið á um að flugrekendur geti skilað allt að helmingi af úthlutuðum afgreiðslutímum fyrir sumarið en haldið hefðarrétti sumarið 2022.

„Við þurfum að uppfylla skilyrði reglnanna á hverjum tíma en við getum hins vegar skilað umtalsverðu magni af afgreiðslutímum núna og haldið okkar rétti að þeim fyrir sumarið 2022 og munum gera það í einhverjum tilfellum. Síðan eru undanþágur frá reglunum vegna aðgerða stjórnvalda á landamærum sem kunna að leiða til þess að þær gildi ekki á ákveðnum tímabilum á ákveðnum áfangastöðum.“

Undanþágur frá reglum hafa verið veittar í Bandaríkjunum og Kanada, auk þess sem Bretland hefur kynnt talsvert rýmri reglur en gilda í Evrópu. Aðspurð segist Ásdís ekki eiga von á því að Icelandair kunni að eiga á hættu að missa afgreiðslutíma á erlendum flugvöllum. 

Fréttina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK