Erfiðasta árið í rekstri félagsins

AFP

Erfiðasta ár í rekstri þýska flugfélagsins Lufthansa er að baki en tap félagsins nam 6,7 milljörðum evra á síðasta ári. Kórónuveiran hafði gríðarleg áhrif á afkomu flugfélaga um allan heim á síðasta ári og eiga stjórnendur Lufthansa ekki von á öðru en að tap verði á rekstrinum í ár en ekki jafn mikið og á síðasta ári. 

Lufthansa, sem er stærsta flugfélag Evrópu, á ekki von á því að starfsemin verði nema 40-50% af því sem hún var fyrir faraldurinn í ár. Staðan verður áfram slæm og ekki sé von á því að starfsemin nái 90% af því sem var fyrir Covid-19 fyrr en um miðjan áratuginn. 

Þýska ríkið kom inn í rekstur Lufthansa með 9 milljarða evra framlagi í júní og eignðist við það 25% hlut í félaginu. Forstjóri Lufthansa, Carsten Spohr, segir að nýliðið ár hafi verið mesta áskorunin sem félagið hafi staðið frammi fyrir í sögunni. Fyrir viðskiptavini þess, starfsmenn og hluthafa.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK