Bankasýslan velur sömu ráðgjafa og Marel

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Árni Sæberg

Bankasýsla ríkisins hefur ráðið STJ Advisors Group Limited sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa vegna alþjóðlegs frumútboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Þetta er sama ráðgjafafyrirtæki og Marel valdi þegar félagið vann að tvíhliða skráningu sinni í Amsterdam samhliða skráningu á Íslandi.

Í tilkynningu frá Bankasýslunni kemur fram að STJ sé leiðandi sem sjálfstætt ráðgjafafyrirtæki á sviði útboða á hlutabréfum í Evrópu. Samtals höfðu sjö aðilar gefið kost á sér með áhugayfirlýsingum til að taka að sér ráðgjafahlutverkið, en að lokum var STJ valið og hefur það þegar hafið störf.

Í janúar ákvað fjármála- og efnahagsráðherra að hefja sölumeðferð á hlutum í bankanum í samræmi við tillögu Bankasýslunnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að gert sé ráð fyrir því að selja 25-35% hlut í bankanum og leitast sé eftir því að bankinn fari í dreifða eign við söluna. Hefur hann í því sambandi sagt að þótt hærra verð gæti fengist með sölu til kjölfestufjárfestis trompi það að fá hæsta verð ekki önnur markmið eins og dreift eignarhald.

Samkvæmt tímalínu sem lögð hefur verið fram er stefnt á útboð í júní og segir Bjarni að ríkið ætti að fá yfir 100 milljarða fyrir hlutinn.

Brot úr þeim glærum sem Bjarni birti þegar hann kynnti …
Brot úr þeim glærum sem Bjarni birti þegar hann kynnti söluna. Graf/Stjórnarráðið



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK