Lögbannskröfu Bláfugls hafnað af héraðsdómi

Kjaradeila Bláfugls og Félags íslenskra atvinnuflugmanna er komið fyrir dómstóla.
Kjaradeila Bláfugls og Félags íslenskra atvinnuflugmanna er komið fyrir dómstóla. Ljósmynd/Gunnar Flóvenz

Héraðsdómur Reykjaness hefur hafnað að fella úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um synjun lögbannskröfu flugfélagsins Bláfugls á verkfallsvörslu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun.

Eftir að flugfélagið Bláfugl sagði upp ellefu starfsmönnum á meðan kjaraviðræður stóðu yfir og fengu verktaka í stað þeirra boðaði FÍA til verkfalls sem hófst 1. febrúar. Félagið efndi einnig til verkfallsvörslu á Keflavíkurflugvelli en Bláfugl taldi það ólögmætt og krafðist þess að lögbann yrði sett á þær aðgerðir.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði þann 5. febrúar kröfu Bláfugls um lögbann og Bláfugl fór með málið fyrir héraðsdóm. Þar var kröfu flugfélagsins einnig hafnað.

„Er það álit dómsins að sóknaraðili hafi hvorki sannað né gert sennilegt að verkfallsaðgerðir varnaraðila hafi eða muni brjóta gegn lögvörðum rétti hans,“ segir m.a. í úrskurðinum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK