Skiptar skoðanir á beinskeyttri auglýsingu

Auglýsingin birtist meðal annars í Fréttablaðinu í vikunni. Neðst í …
Auglýsingin birtist meðal annars í Fréttablaðinu í vikunni. Neðst í fréttinni má sjá auglýsinguna í heild. mbl.is/Snorri

Ný auglýsing fyrir léttölið Thule hefur vakið misjöfn viðbrögð meðal fólks. Ástæðan fyrir því er væntanlega sú að léttölsauglýsingin er í raun og veru ekki léttölsauglýsing, heldur auglýsing fyrir bjór, í það minnsta ef marka má sjálfan framleiðandann.

Auglýsinguna í heild má sjá hér neðst í fréttinni en skilaboðin eru svohljóðandi: 

„Thule bruggar léttbjór bara til að geta auglýst. Thule. Að minnsta kosti heiðarlegur „léttbjór“.“

Þar með er gefið í skyn að hér sé verið að auglýsa Thule-bjórinn frekar en Thule-léttbjórinn, enda er orðið „léttbjór“ beinlínis sett í kaldhæðnislegar gæsalappir neðst í auglýsingunni, sem hefur birst víða í vikunni, meðal annars í Fréttablaðinu. Það er Viking brugghús sem framleiðir Thule.

„Frábær ádeila“

Ólöglegt er að auglýsa áfenga drykki í íslenskum fjölmiðlum en engin viðurlög liggja við því að auglýsa léttöl. Því hafa framleiðendur löngum háttað auglýsingum sínum þannig að þeir auglýsi á yfirborðinu aðeins léttbjórinn en minni þannig á áfenga hliðstæðu hans.

Sjaldnast leggja framleiðendur sig þó í líma við að vekja sérstaklega athygli á þessari krókaleið sem þeir þurfa að fara, eins og hér er gert. Má þá sjá fyrir sér að ætlunin sé að deila á lögin sem setja þá í þessa stöðu.

Á facebooksíðu Markaðsnörda hafa skapast miklar umræður um ágæti auglýsingarinnar og eru umsagnir þar á alla vegu, allt frá „brilliant“ og „snilld“ til „metnaðarlaust“, „hrikaleg nálgun“ og „hræðilegur vinkill“. Einn segir: „Frábær ádeila á annars asnaleg lög.“

Skjáskot/Fréttablaðið
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK