Velta stórmarkaða jókst um 15%

Fólk að versla í Bónus.
Fólk að versla í Bónus. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum dróst saman um 8% á tímabilinu nóvember-desember 2020 í samanburði við sama tímabil árið áður. Mest lækkun var í atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu.

Velta minnkaði í einkennandi greinum ferðaþjónustu, þar á meðal hjá ferðaskrifstofum, í flugrekstri, rekstri gististaða og veitingarekstri. Einnig minnkaði velta í greinum sem tengjast ferðaþjónustu óbeint, s.s. sölu á eldsneyti, að því er segir á vef Hagstofu Íslands.

Velta jókst í flestum flokkum smásölu

Velta jókst í framleiðslu og er veltan svipuð og fyrir tveimur árum. Velta jókst í mörgum flokkum heildsölu og flestum flokkum smásölu. Til dæmis var velta í stórmörkuðum 15% meiri í nóvember-desember 2020 en á sama tímabili ári áður.

Sumar atvinnugreinar þar sem velta jókst eru tengdar útflutningi en hafa ber í huga að gengisvísitala hækkaði um 13% á þessu tímabili.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK