MAX-vélarnar komnar til að vera

Boeing MAX-vélar Icelandair eru hugsaðar sem mikilvægur hluti flotans hjá félaginu til framtíðar. Þetta segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group. Segir hann að það sé engin stór umbylting fram undan í flotamálunum þótt þau séu sífellt til endurskoðunar.

Segir hann að ákvörðun um að skipta þessum vélum út væri einfaldlega ekki skynsamleg, bæði vegna þess að vélin sem slík sé frábær og ekki síður vegna þess að gríðarlegur kostnaður felist í því að skipta algjörlega um flota.

Frá því að Icelandair ákvað að festa kaup á MAX-vélunum árið 2013 hefur þónokkurrar gagnrýni gætt í garð ákvörðunarinnar. Hefur m.a. verið nefnt að vélin geti ekki þjónað fjarlægustu áfangastöðum félagsins í Bandaríkjunum og Kanada. Reynslan sýnir hins vegar að MAX-9-vélarnar, sem eru hluti af pöntuninni, megi nota á Seattle og Orlando en í fyrstu var gengið út frá því að það væri ekki hægt.

Spurður út í hvað komi til greina að gera til þess að leysa Boeing 757-200- og -300-vélar félagsins af hólmi segir Úlfar að m.a. sé horft til Airbus A321LR sem mögulegs kosts í þeim efnum. Þær vélar hafi drægni sem nýtast myndi á staði á borð við Anchorage í Kanada og Portland í Oregon.

Úlfar er gestur Stefáns Einars Stefánssonar í Dagmálum.

Þátturinn er opinn öll­um áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má nálg­ast þá á mbl.is.

Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni hér.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK