Hjörvar Hafliða til Viaplay

Hjörvar Hafliðason.
Hjörvar Hafliðason. mbl.is/Golli

Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra og mun leiða Viaplay Sport á Íslandi. Viaplay Sport hóf göngu sína á Íslandi í maí 2020.

Viaplay sýnir frá Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, Evrópudeildinni, Nýrri Evrópukeppni (UEFA Conference League) og landsleikjum íslenska fótboltalandsliðsins á næstu árum.

„Hjörvar hefur áralanga reynslu af því að stýra þáttagerð og miðlum sem sérhæfa sig í íþróttum og var um tíma yfirmaður íþróttamála hjá 365 miðlum, ásamt því að hafa verið í fararbroddi í þróun nýrra leiða til að miðla íþróttaefni, hlaðvarp hans Dr. Football er mest sótta hlaðvarp um íþróttir á Íslandi,“ segir í tilkynningu Viaplay. 

Haft er eftir Kim Mikkelsen, framkvæmdastjóra íþróttamála hjá Viaplay, í tilkynningu að Hjörvar passi frábærlega inn í framtíðarsýn Viaplay. Mikil ábyrgð fylgi því að sækja stóra sýningarrétti.

„Ég er hrifinn af háleitum markmiðum og ég er viss um að ég get spilað lykilhlutverk í að ná þeim. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ segir Hjörvar í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK