Önnur hver íbúð seld eða frátekin

Hér má sjá norðurhluta Hafnarbrautar 14. Frá íbúðunum á norðurendanum …
Hér má sjá norðurhluta Hafnarbrautar 14. Frá íbúðunum á norðurendanum er óhindrað útsýni út á voginn. Baldur Arnarson

Búið var að selja 24 íbúðir á Hafnarbraut 14 í Kópavogi innan við viku eftir að þær fóru formlega í sölu miðvikudaginn í síðustu viku. Jafnframt voru 17 íbúðir fráteknar en samtals 86 íbúðir eru í húsinu.

Þar með talið var búið að taka frá þakíbúðir 501 og 502 sem kosta 119,9 og 129,9 milljónir króna.

Hafnarbraut 14 er við enda Hafnarbrautar og snýr norðurhliðin að sjó. Þaðan er óhindrað útsýni til Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar.

Þess má geta að á teikningum af Hafnarbraut 14 má sjá áformaða brú yfir Fossvog vestur af húsinu en brúin er hluti af fyrsta áfanga fyrirhugaðrar borgarlínu. Þá er ýmis þjónusta fyrirhuguð í hverfinu.

Selja til einstaklinga

Þorsteinn Yngvason, fasteignasali hjá Lind fasteignasölu, segir allar íbúðirnar á Hafnarbraut 14 hafa verið seldar til einstaklinga. Kaupendahópurinn sé fjölbreyttur, líkt og íbúðirnar, og allt frá fyrstu kaupendum til fólks sem er að minnka við sig.

Síðarnefnda hópnum standi til boða íbúðir með stóru alrými.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK