Segir Seðlabankann geta gert betur

Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins veltir upp spurningum um hvað valdi því að mikil tortryggni hafi verið viðvarandi meðal almennings í garð bankakerfisins allt frá því að það hrundi með brauki og bramli í árslok 2008. Spyr hún hvort Seðlabankinn beri hluta ábyrgðarinnar.

„Ég hef ekki orðið vör við að Seðlabankinn sé að  stíga mikið inn í þessa umræðu núna, ég er ekki að meina að Seðlabankinn eigi að skipta sér af því hvernig umræðan eigi að snúast um söluna á Íslandsbanka. Mér finnst samt sem áður að Seðlabankinn eigi að gegna ákveðnu fræðsluhlutverki um þessa umgjörð og hvaða breytingar hafa átt sér stað á þessum 10 árum. Ég sakna þess svolítið að Seðlabankinn stígi ekki svolítið inn í þessa umræðu, bara sem kennari eða fræðari.“

Bendir Ásdís á að Seðlabanki Nýja-Sjálands og Englandsbanki standi mjög framarlega á þessu sviði. Segir hún að þeir sinni fræðsluhlutverki sínu mjög vel.

„Ekki aðeins því sem snýr að fjármálastöðugleika eða bankakerfinu heldur einnig peningastefnuninni og annarri starfsemi sem tengist starfsemi seðlabanka.“

Ásdís bendir á að Seðlabankinn gegni fræðsluhlutverki gagnvart almenningi. Dr. …
Ásdís bendir á að Seðlabankinn gegni fræðsluhlutverki gagnvart almenningi. Dr. Ásgeir Jónsson var háskólakennari áður en hann settist í stól seðlabankastjóra og þekkir því fræðsluhlutverkið vel. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gylfi Magnússon, prófessor, sem er formaður bankaráðs Seðlabankans, bendir á að traust til Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins hafi hrunið eftir bankaáfallið 2008. Sú staða hafi hins vegar breyst hratt síðustu misserin og því séu þessar stofnanir mögulega fyrst núna í stakk búnar til þess að rísa undir þessu fræðsluhlutverki sem Ásdís gerir að umtalsefni.

Ásdís og Gylfi eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar, fréttastjóra viðskipta á Morgunblaðinu í þættinum Dagmálum.

Dagmál eru þættir sem aðgengilegir eru öll­um áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má nálg­ast þá á mbl.is.

Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins spyr hvort Seðlabankinn gæti eflt …
Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins spyr hvort Seðlabankinn gæti eflt traust í garð bankakerfisins með aukinni fræðslu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Gylfi Magnússon bendir á að stofnanir sem njóti lítils trausts …
Gylfi Magnússon bendir á að stofnanir sem njóti lítils trausts geti illa sinnt uppfræðsluhlutverki gagnvart almenningi. Nú njóti Seðlabankinn aukins trausts og sé því í betra færi til þess að fræða almenning. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK