Aðgerðir ef búð á Hellu verður lokað

Frá Hella.
Frá Hella. mbl.is/Sigurður Bogi

Samkeppniseftirlitið (SKE) hyggst athuga hvort fyrirhuguð lokun dagvöruverslunar á Hellu feli í sér brot á sátt Festar við SKE, en það gæti leitt af sér fjársektir og afturköllun heimildar þess fyrir samruna N1 og Festar árið 2018.

Fyrir hefur SKE haft til rannsóknar hvort sáttin hafi verið brotin á öðrum sviðum og voru tilgreindir sjö liðir á mögulegum brotum.

Þetta kemur fram í langri yfirlýsingu, sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér í gær vegna opinberrar umfjöllunar á sölu Festar á verslun á Hellu og störf kunnáttumanns í tengslum við samrunann.

Málatilbúnaður og störf SKE voru harðlega gagnrýnd í skýrslu stjórnar á aðalfundi Festar á mánudag, en af því hefur spunnist nokkur umræða á opinberum vettvangi. Þar hafa vinnubrögð SKE og Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra þess, sætt aðfinnslum. Þar sem af sölu á dagvöruverslun félagsins á Hellu hafi ekki orðið, m.a. fyrir tilhlutan SKE, verður henni að óbreyttu lokað í apríl, sem trauðla eykur samkeppni á svæðinu. Á Hellu búa 942 manns samkvæmt Hagstofu, en á Hvolsvelli, næsta byggðakjarna með verslun, búa 1.024 manns, svo þar er eftir takmörkuðum markaði að slægjast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK