Byggðaráð Rangárþings telur nóg komið

Verslunarhúsnæði á Hellu þar sem matvöruverslunin Kjarval er til húsa.
Verslunarhúsnæði á Hellu þar sem matvöruverslunin Kjarval er til húsa. Ljósmynd/Aðsend

Nú er svo komið að við hér í Rangárþingi ytra teljum nóg komið,“ segir í yfirlýsingu byggðaráðs Rangárþings ytra vegna þess hnúts sem söluferli Kjarvals á Hellu virðist vera komið í. 

„Annað hvort fær Festi hf. leyfi til þess að reka hér áfram sína ágætu verslun og þá gjarnan þannig að bætt verði í og opnuð hér Krónubúð eða þá að Festi hf. snýr sér að því að selja Kjarvalsverslun sína hér á Hellu til aðila sem teljast samkeppnisaðilar og hafa til þess nægjanlegt afl.“

Gengur illa að uppfylla skilyrði 

Í yfirlýsingunni er forsaga málsins rakin. Við kaup Festis hf. á N1 úrskurðaði Samkeppniseftirlitið að Festi hf. væri komið í einokunaraðstöðu á dagvöruverslun í Rangárvallasýslu. Gerð var sátt í málinu þar sem kveðið er á um að selja skuli verslunina á Hellu.

Í skilyrðum sáttarinnar kemur fram að verslunin Kjarval skuli aðeins seld til aðila sem sé til þess fallinn og líklegur til að veita umtalsvert samkeppnislegt aðhald við sölu dagvara á svæðinu. 

Nú höfum við hér í Rangárþingi ytra fylgst með því að Festi hf hefur gert einhverjar tilraunir til að selja frá sér verslunina en greinilegt er að í engu tilfelli hefur þar ofangreint skilyrði 3. mgr. 12. gr. umræddrar sáttar verið uppfyllt,“ segir í yfirlýsingu byggðaráðs.

Þá segir að varla væri hægt að hugsa sér verri útkomu úr stöðunni en að versluninni yrði lokað án þess að annað félag tæki við rekstri hennar. Sú útkoma hljóti að teljast óhugsandi því þar með sé fyrrgreind sátt milli Festi hf. og Samkeppniseftirlitsins fyrst þverbrotin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK