Birgir kaupir Domino's

Birgir Þór Bieltvedt
Birgir Þór Bieltvedt mbl.is/Árni Sæberg

Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefur undirritað samning um kaup á Domino's á Íslandi. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Seljandi fyrirtækisins er Domino's Group í Bretlandi sem auglýsti hlutinn til sölu í október síðastliðnum.

Domino's Group, sem er stærsta pítsukeðja Bretlands, keypti starfsemina hér á landi í tveimur skrefum árin 2016 og 2017 af Birgi og öðrum þáverandi hluthöfum.

Líkt og greint var frá í ViðskiptaMogganum þann 17. mars síðastliðinn var fjárfestingarsjóður á vegum Alfa Framtaks einn eftir í viðræðum við Domino's Group um kaup á starfseminni hér á landi í kjölfar þess að fjárfestahópur með Birgi í fararbroddi og annar hópur með Þórarin Ævarsson í Spaðanum í fararbroddi, höfðu helst úr lestinni.

Heimildir Morgunblaðsins herma að í þeirri stöðu hafi Alfa Framtak gert talsverðar breytingar á tilboði sínu í fyrirtækið og í kjölfarið hafi fjárfestahópi undir forystu Birgis verið hleypt að borðinu að nýju. Samningar hafi svo náðst nú um liðna helgi.

Blaðið hefur ekki upplýsingar um hvert kaupverðið var en í fréttinni 17. mars var talið að verðmat á fyrirtækinu hlypi nærri 2,5 milljörðum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK