Sýn selur óvirka farsímainnviði fyrir sex milljarða

Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut.
Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut. mbl.is/Hari

Sýn hf. hefur undirritað samning við erlenda fjárfesta um sölu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Félagið mun þess í stað leigja innviðina af nýjum eigendum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Kaupverðið er yfir sex milljarðar króna en samningarnir eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Allur virkur farsímabúnaður verður áfram í eigu Sýnar að því er segir í tilkynningunni, en félagið á meðal annars fjarskiptafélagið Vodafone.

Áhrif viðskiptanna á EBIDTA, hagnað fyrir vexti, skatta, rýrnun og niðurgreiðslu skulda, eru sögð óveruleg þar sem afnotaréttur í kjölfar viðskiptanna verður mun lægri en sú leiguskuldbinging sem færð er niður í efnahagsreikningi félagsins. Þá eru þau sögð munu styrkja efnahagsreikning félagsins sem og lausafjárstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK