LG hættir með snjallsíma

Flaggað við höfuðstöðvar LG í Suður-Kóreu.
Flaggað við höfuðstöðvar LG í Suður-Kóreu. AFP

Suðurkóreski raftækjaframleiðandinn LG tilkynnti í morgun að fyrirtækið hygðist hætta að selja snjallsíma og einbeita sér að öðrum vörum.

Ákvörðunin kann að koma á óvart enda eru símar fyrirtækisins þeir þriðju vinsælustu í Norður-Ameríku, á eftir símum frá Samsung og Apple, auk þess sem þeir eru nokkuð algengir í heimalandinu, Suður-Kóreu. Á öðrum mörkuðum hefur LG hins vegar átt á brattann að sækja.

Í fyrra seldi fyrirtækið 28 milljónir farsíma, samanborið við 256 milljónir farsíma sem Samsung seldi.

Forstjóri fyrirtækisins segir að samkeppnin á snjallsímamarkaðnum sé orðin gífurleg og fyrirtækið, sem hefur verið rekið með tapi í nærri sex ár, þurfi að leita allra leiða til að hagræða. Uppsafnað tap fyrirtækisins síðustu sex ár nemur um 4,5 milljörðum dala (570 mö.kr.). 

Snjallsímadeildin er sú minnsta af fimm deildum LG og stendur aðeins undir 7,4% af tekjum fyrirtækisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK