Farþegum í innanlandsflugi fjölgaði um 52%

Flugvél Icelandair á Reykjavíkurflugvelli.
Flugvél Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Fjöldi farþega Icelandair í innanlandsflugi var um 16.000 í mars og fjölgaði farþegum um 52% á milli ára. Framboð í innanlandsflugi jókst um 36% á milli ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Þess ber að geta að farþegar í flugi til og frá Grænlandi teljast nú með farþegum í millilandaflugi eftir samþættingu Icelandair og Air Iceland Connect og hefur tölum fyrir síðasta ár verið breytt til samræmis.

Fraktflutningar jukust um 36% á milli ára í marsmánuði og hafa þeir nú aukist um 12% á milli ára það sem af er þessu ári.

Flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Sigurður Bogi

Farþegum fækkaði um 94%

Heildarfjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair var um 7.800 í mars og dróst hann saman um 94% á milli ára.

Fjöldi farþega til Íslands var um 4.300 og fjöldi farþega frá Íslandi um 3.300. Heildarsætaframboð í millilandaflugi dróst saman um 89% á milli ára.

Líkt og undanfarna mánuði endurspeglast farþegatölur Icelandair Group í mars af stöðu kórónuveirufaraldursins á mörkuðum félagsins og þeim ferðatakmörkunum sem eru í gildi á landamærum, að því er segir í tilkynningunni.

Sætanýting félagsins var 27,7% í mars samanborið við 61,9% í mars í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK