Eitt besta ár Húsasmiðjunnar

Starfsmaður í timbursölu við störf á útisvæði.
Starfsmaður í timbursölu við störf á útisvæði.

Byggingarvöruverslunin Húsasmiðjan velti rúmum 20 milljörðum í fyrra og hagnaður fyrir skatta var rúmar 900 milljónir. Velta fyrirtækisins jókst um rúm 7% á milli áranna 2020 og 2019 og segir forstjóri félagsins, Árni Stefánsson, í samtali við ViðskiptaMoggann að fyrir utan árið 2007 hafi síðasta ár verið eitt það besta í rekstrinum síðustu 20 ár. Árni segir félagið standa sterkt og eiginfjárhlutfall sé yfir 50%. Niðurstaðan sé mjög ánægjuleg.

Árni Stefánsson segir að enn sé nóg að gera í …
Árni Stefánsson segir að enn sé nóg að gera í Húsasmiðjunni og haldi fram sem horfir verði árið í ár ekki lakara en það síðasta.

Árni rifjar upp í samtali við blaðamann að slæm vetrarveður og innreið kórónuveirunnar til Íslands hafi sett mark sitt á fyrsta ársfjórðung í fyrra. „Samkomutakmarkanir upp á aðeins 20 manns í hverju hólfi höfðu töluverð áhrif á reksturinn í upphafi faraldursins. Margar okkar verslana eru stórar og sjö fasteignir sem félagið er með í rekstri eru til dæmis meira en fimm þúsund fermetrar að flatarmáli. Þegar leið á árið var þó aðeins slakað á og tekið skynsamlegt tillit til stærðar verslana í reglum um samkomutakmarkanir,“ segir Árni.

Tók við sér í apríl

Hann segir að velta fyrirtækisins hafi tekið við sér um miðjan apríl enda hafi margir verið heima við vegna samkomutakmarkana sem brotist hafi fram í miklum framkvæmdum og endurbótum fólks á heimilum og sumarhúsum. Það hafi haldist út árið og haft góð áhrif á umsvif Húsasmiðjunnar. „Bjartsýni byggingarverktaka jókst líka töluvert þegar lifnaði aftur við í sölu nýrra íbúða sl. haust og fram á veturinn. Núna er skortur á framboði lóða í úthverfum á skynsamlegu verði það sem helst virðist hamla nýframkvæmdum.“

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar.
Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar.

Afgreiðslur Húsasmiðjunnar voru um tvær milljónir í fyrra en þrátt fyrir svo mikinn fjölda afgreiðslna segir Árni að ekkert kórónuveirusmit hafi verið rakið til starfseminnar. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 500 og árleg stöðugildi um 380. Húsasmiðjuverslanirnar eru 16 talsins. „Netverslunin margfaldaðist reyndar hjá okkur í fyrra en er enn þá aðeins brot af heildarveltunni.“

Góðar horfur fyrir árið

Árni segir að enn sé nóg að gera í Húsasmiðjunni og haldi fram sem horfir verði árið í ár ekki lakara en það síðasta. „Það er mikil eftirspurn eftir timbri og öðrum byggingarvörum. Það er þó áhyggjefni að sjá að áhrifa veirunnar er alls ekki hætt að gæta og erfitt að sjá fyrir fram hvar áhrifin verða mest á framleiðslugetu birgja og flutningskeðjur.“

Lestu lengri útgáfu af viðtalinu í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK