Flestir milljarðamæringar frá Peking

Fólk á ferðinni í Peking í síðasta mánuði.
Fólk á ferðinni í Peking í síðasta mánuði. AFP

Fleiri milljarðamæringar búa núna í Peking en nokkurri annarri borg í heiminum, samkvæmt lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólk veraldar.

33 nýir milljarðamæringar í kínversku höfuðborginni bættust við á síðasta ári og eru þeir núna orðnir eitt hundrað, að sögn BBC

Borgin hefur því naumt forskot á New York-borg þar sem milljarðamæringarnir, sem eiga meira en einn milljarð bandaríkjadala, eru 99 talsins. Síðustu sjö ár hefur New York verið á toppnum yfir flesta milljarðamæringa.

Þrátt fyrir að þeir séu núna orðnir fleiri í Peking en í New York er samanlagður auður þeirra meiri í bandarísku borginni.

Ríkasti íbúi Peking er Zhang Yiming, stofnandi TikTok og forstjóri móðurfyrirtækis þess, Byte Dance. Auður hans tvöfaldaðist í fyrra og er orðinn 35,6 milljarðar dala.

Auðæfi ríkasta manns New York, borgarstjórans fyrrverandi Michael Bloomberg, eru aftur á móti metin á 59 milljarða dala.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK