Þriðja tilraun til að selja verslunina á Hellu

Verslun Kjarvals á Hellu.
Verslun Kjarvals á Hellu. mbl.is/Sigurður Bogi

Samkaup hefur skrifað undir kaup á tveimur verslunum Krónunnar, annars vegar Kjarval á Hellu og hins vegar Krónunni í Nóatúni 17. Eru viðskiptin liður í að uppfylla sátt á milli Festar, móðurfélags Krónunnar, og Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa Festar (þá N1) á Krónunni og fleiri félögum.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að Samkaup áformi að opna verslun undir merkjum Kjörbúðar á Hellu og að opnuð verði verslun undir merkjum Nettó í Nóatúni.

Sala á versluninni á Hellu hefur áður verið til umfjöllunar í fjölmiðlum, en í janúar 2019 var verslunin seld til Söluskálans Landvegamótum ehf. Kaupin gengu hins vegar ekki eftir vegna andstöðu leigusala, sem var fasteignafélag í meirihlutaeigu Rangárþings ytra. Aftur var skrifað undir samning í desember á síðasta ári þegar verslunin var seld til félags í eigu Sigurðar Elíasar Guðmundssonar. Óháður kunnáttumaður samþykkti þá sölu hins vegar ekki og gekk hún því ekki í gegn. Þetta er því þriðja tilraunin sem gerð er til að selja verslunina, en hún er líkt og áður gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur áður lýst áhyggjum af því að missa lágverðsverslun úr bænum.

mbl.is Haft er eftir Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar, að þetta séu viðskipti sem Festi og Krónan séu mjög sátt við.  „Við eigum ekki von á öðru en að salan gangi eftir, þannig að kvöð sem á okkur hefur hvílt, samkvæmt sátt við Samkeppniseftirlitið, um að selja verslunareiningu frá okkur á Hellu til annars aðila, falli niður,“ er haft eftir honum í tilkynningunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK