Matthildur og Benedikt til liðs við Klappir

Matthildur Fríða Gunnarsdóttir og Benedikt D. Valdez Stefánsson eru nýir …
Matthildur Fríða Gunnarsdóttir og Benedikt D. Valdez Stefánsson eru nýir starfsmenn Klappa. Ljósmynd/Aðsend

Hugbúnaðarfyrirtækið Klappir hefur ráðið Matthildi Fríðu Gunnarsdóttur og Benedikt D. Valdez Stefánsson í þróunarteymi félagsins. Klappir hafa undanfarin fimm ár þróað stafrænar lausnir á sviði umhverfismála sem lágmarka vistspor fyrirtækja.

Matthildur hefur starfað sem dæmatímakennari í gagnasafnsfræði, greiningu og hönnun hjá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði einnig áður hjá Reiknistofu bankanna í viðhaldi og skjölun á vefþjónustum. Hún mun útskrifast sem BSc úr hugbúnaðarverkfræði frá HR í vor. Benedikt starfaði áður hjá Össuri við samþættingu á vefjum en þar áður hjá m.a. hugbúnaðarfyrirtækjunum Aranja og Kolibri við þróun stafrænna lausna og vefhönnun.

Klappir hafa vaxið jafnt og þétt á síðastliðnu einu og hálfu ári ári. Á síðasta ári fjölgaði notendum hugbúnaðarins um 72%. Klappir eru nú með yfir 300 íslenska hlutahafa, og rúmlega fjögur þúsund notendur í yfir 20 löndum nýta lausnir félagsins. Klappir voru skráðar á First North-markað Nasdaq á Íslandi árið 2017 að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK