Fengu tvo milljarða án þess að hittast

Hjálmar Gíslason er framkvæmdastjóri og stofnandi GRID.
Hjálmar Gíslason er framkvæmdastjóri og stofnandi GRID. Árni Sæberg

Hugbúnaðarfyrirtækið Grid fékk sína stærstu fjármögnun án þess að hitta fjárfestana sem létu það fá peningana. „Við höfum aldrei hitt stærstu fjárfestana okkar augliti til auglitis. Þeir létu okkur hafa næstum tvo milljarða króna án þess að hitta okkur. Það hefði aldrei gerst fyrir veirufaraldurinn. Þetta var þeirra fyrsti samningur sem þeir unnu frá upphafi til enda án þess að hitta frumkvöðlana,“ segir Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri og stofnandi Grid, en fyrirtækið gerir fólki kleift að deila gögnum úr töflureiknum eins og Excel og Google Sheets út á netið.

Spurður um íslenska nýsköpunarumhverfið segir Hjálmar að bankar hafi sýnt því lítinn áhuga enda eigi þeir erfitt með að sinna fyrirtækjum á allra fyrstu skrefunum þegar þau eru mjög áhættusöm. „Bankarnir þurfa alltaf steypu á bak við lánveitingar og ef hún er ekki til staðar er lítil hjálp í boði.“

Hjálmar telur að auki að sérþekkingu á þessu sviði vanti inn í bankana og mögulega vilja líka.

Fjárfestingar í sprotum góðverk

Um lífeyrissjóðina og þátttöku þeirra finnst Hjálmari sem sjóðirnir horfi enn þá á fjárfestingar í sprotafyrirtækjum sem samfélagslegt góðverk, frekar en að litið sé til sprotafjárfestinga sem eignaflokks sem skilað geti góðri ávöxtun. „Maður sér það á því hvernig þeir tala um eignaflokkinn. Vissulega er þetta hluti af áhættusömustu eignunum í eignasafninu en í venjulegu árferði geta þær skilað mjög góðri ávöxtun og í raun miklu betri en áhættusamir flokkar margir gera.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK