63% veltusamdráttur milli ára

Brottförum gesta með erlent ríkisfang fækkaði um 94% á milli …
Brottförum gesta með erlent ríkisfang fækkaði um 94% á milli ára. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veltan í greinum ferðaþjónustu á Íslandi var 27,4 milljarðar króna í janúar og febrúar samkvæmt virðisaukaskattskýrslum og dróst saman um 63% frá fyrra ári þegar hún nam 74 milljörðum. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands en fyrsta Covid-19-smitið greindist á Íslandi í lok febrúar.

Áætlaðar gistinætur á hótelum í mars síðastliðnum voru um 54 þúsund sem er fækkun um 69% samanborið við mars 2020 þegar gistinætur voru 174,5 þúsund. Gistinætur Íslendinga voru 41.800 og gistinætur erlendra gesta 12.600.

Í mars voru 7.729 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli sem er 92% fækkun samanborið við mars í fyrra þegar brottfarir frá landinu voru um 95.500. Brottförum gesta með erlent ríkisfang fækkaði um 94% og Íslendinga um 80%.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK