Tyrkir með 16,2% verðbólgu

Verðbólga hefur aukist í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og á Íslandi …
Verðbólga hefur aukist í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og á Íslandi er hún 3,8%. AFP

Samræmd vísitala neysluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu í mars 2021 hækkaði um 0,8% frá fyrri mánuði. Á einu ári hefur vísitalan hækkað um 1,7%. Á Íslandi er verðbólgan 3,8%. Einu ríkin í mælingu hagstofunnar sem eru með meiri verðbólgu en Ísland eru Tyrkland með 16,2% verðbólgu í mars, Pólland er með 4,4% verðbólgu og í Ungverjalandi mælist hún 3,9%.

Í Noregi er verðbólgan 3,4% og 2,1% í Svíþjóð. Í Finnlandi er verðbólgan 1,4% og í Danmörku 0,9%.Samdráttur mælist í Grikklandi og Sviss.

Sjá nánar hér

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK