Ný auglýsingatækni ógeðfelld

Jón segir að vöxtur Vivaldi sé hæfilega hraður. 2,4 milljónir …
Jón segir að vöxtur Vivaldi sé hæfilega hraður. 2,4 milljónir nota vafrann. Kristinn Magnússon

Eins og fjallað hefur verið um áður í Morgunblaðinu er meiriháttar breyting á umhverfi netauglýsinga um allan heim handan við hornið, en Google tilkynnti á dögunum að hvorki auglýsingakerfi netrisans né vafrinn Chrome muni styðja lengur við vafrakökur þriðja aðila. Þær gera fyrirtækjum og auglýsendum kleift að halda áfram að elta notendur með auglýsingum um netið eftir að notandi fer af tiltekinni vefsíðu. Google er með nýja tækni í prófunum sem kemur í stað fyrra fyrirkomulags.

Jón Von Tetzchner, forstjóri Vivaldi, sem rekur samnefndan vafra, er ómyrkur í máli í nýlegri bloggfærslu um málið en af henni má ráða að ekki taki betra við. Jón kallar nýju auglýsingatæknina ógeðfellda og Google og Facebook styrki nú enn frekar tangarhald sitt á notendum. Fyrirtækin haldi áfram að safna upplýsingum þó aðrir geri það ekki og viti sífellt meira um hagi fólks. Þær upplýsingar sé hægt að misnota með ýmsum hætti.

Auglýsingatæknin nýja kallast FLoC (e. The Federated Learning of Cohorts). Jón segir að um hættulegt skref sé að ræða sem muni bitna á persónufrelsi notenda.

„Þeir eru núna að gera öðrum aðilum, samkeppnisaðilum sínum, erfiðara fyrir að safna upplýsingum en safna í staðinn sjálfir gögnum í gegnum Chrome-vafrann og deila með hverjum sem er. Það er ekkert sem segir að það sé betra að Google og Facebook safni gögnum en ekki aðrir. Ég er á því að það eigi að banna alla söfnun persónuupplýsinga á netinu,“ segir Jón.

Slæm áhrif á samfélagið

Vivaldi gengur þar á undan með góðu fordæmi og safnar engum upplýsingum, sem gefur vafranum sérstöðu í vafraheiminum. „Okkur finnst það mjög ljótt sem þeir eru að gera og mjög skaðlegt, sérstaklega út af persónuverndarsjónarmiðum.“

Hann segir að upplýsingasöfnun á netinu geti haft slæm áhrif á samfélagið. „Í verstu tilfellum er verið að hafa áhrif á hvað fólk er að hugsa pólitískt. Netrisarnir flokka okkur út frá okkar stjórnmálaskoðunum, áhugamálum og hegðun og byggja prófíl út frá því og vita hvað hefur áhrif á okkur. Þetta ætti ekki að vera hægt. Þarna er verið að stjórna okkur án þess að við vitum það.“

Hann segir að með tilkomu FLoC séu stóru fyrirtækin að auka forskot sitt á netinu. 

Lestu ítarlegra viðtal við Jón í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK