Play birtir lista yfir 16 stærstu hluthafana

Play hefur ekki enn hafið flug.
Play hefur ekki enn hafið flug. mbl.is/Hari

Flugfélagið Play hefur birt stærstu hluthafa félagsins á vefsíðu sinni. Þetta er gert í kjölfar fimm milljarða króna fjármögnunar félagsins sem lauk í síðustu viku. Fea ehf. er stærsti hluthafinn í Play með 21,25% hlut, Birta lífeyrissjóður á 12,55% hlut og Fiskisund ehf. 11,86% hlut. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.

Elías Skúli Skúlason er einn eigandi Fea ehf. en hann var einn þeirra fyrstu sem lögðu til hlutafé í Play eftir stofnun þess árið 2019.

Eigendur Fiskisunds ehf. eru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, öll með 33,33% hlut í félaginu. 

Meðal annarra stórra fjárfesta er Vátryggingafélag Íslands, sem á 1,67% hlut í Play og er þar með þrettándi stærsti hluthafinn, ásamt Attis ehf., Alpha-hlutabréfum og IS Hlutabréfasjóðnum. Allir þessi hluthafar eiga rétta átta milljón hluti í Play og þannig 1,67% hlut í félaginu. 

Alls eru sextán hluthafar kynntir á vefsíðu Play en einnig segir að ótilgreindir hluthafar eigi samtals 10,32% hlut í félaginu.

Stærstu hluthafar í Play.
Stærstu hluthafar í Play.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK