Hækka afkomuspá í ljósi góðrar afkomu

Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festar.
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festar.

Rekstrarhagnaður (EBITDA) Festar á fyrsta ársfjórðungi verður 1.505 milljónir samanborið við 1.021 milljón á sama tíma í fyrra. Er það aukning um tæplega 50%. Gekk rekstur Elko, Krónunnar og N1, dótturfélaga Festar, umfram áætlanir að því er fram kemur í uppfærðri afkomuspá félagsins sem send var á Kauphöllina seint í gærkvöldi. Er þessi niðurstaða byggð á drögum að árshlutareikningi.

Þá segir jafnframt að í ljósi betri afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi en spá gerði ráð fyrir og áætlana stjórnvalda um framhald bólusetninga þá hafi rekstrarhagnaðarspá félagsins verið hækkuð um 400 milljónir og er nú gert ráð fyrir að afkoma félagsins verði jákvæð um 7.900-8.300 milljónir á þessu ári.

Árshlutareikningur fyrsta ársfjórðungs verður birtur í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK