Fjárfestar vilja eldgosajörð

Eldstöðvarnar í Geldingadölum eru heitur reitur, bæði meðal ferðafólks og …
Eldstöðvarnar í Geldingadölum eru heitur reitur, bæði meðal ferðafólks og fjárfesta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga er í landi Hrauns við Grindavík og á síðustu vikum hafa eigendum jarðarinnar borist allmargar fyrirspurnir um hvort hún sé föl. Þetta staðfestir Sigurður Guðjón Gíslason í Grindavík, talsmaður landeigenda.

„Fyrirspurnir hafa komið í gegnum fasteignasala og frá Íslendingum, sem halda spilunum fast að sér og hafa ekki mörg orð um hugmyndir sínar. Að mér hefur læðst sá grunur að sumir hafi stærri fjárfesta að baki sér og eitthvað mikið hangi á spýtunni,“ segir Sigurður í samtali við mbl.is.

Hann segir viðræður um kaup engu flugi hafa náð, en hugmyndir um verð séu á svipuðu róli og fokheld lúxusíbúð kostar. Þar vísar Sigurður öðrum þræði til fréttar í Morgunblaðinu í dag, um að ásett verð á fokhelda eign í fjölbýlishúsi í Austurhöfn í Reykjavík er um 500 milljónir. Hugmyndir Hraunsfólks um verð séu hins vegar aðrar.

Hraun er í Þórkötlustaðahverfi, skammt austan við meginbyggðina í Grindavík. …
Hraun er í Þórkötlustaðahverfi, skammt austan við meginbyggðina í Grindavík. Horft til austurs til fjalla með ströndinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jörðin Hraun nær frá ströndu og langt inn til dala og fjalla. Er alls 55- 60 ferkílómetrar að flatarmáli, samanber að landamerki eru að hluti óskýr. Þó er engum vafa undirorpið að Geldingadalir tilheyra Hrauni, enda hafa eigendur og ábúendur verið með í ráðum við skipulag leiða að eldstöðinni og fleira slíkt.

Jarðvísindamenn hafa sumir hverjir látið að því liggja að eldgosið í Geldingadölum, sem svo margir hafa lagt leið sína að, geti staðið í langan tíma, jafnvel ár. „Við eigendur Hrauns, sem eru alls 24, höfum fengið kannski eina fyrirspurn á tveggja til þriggja ára fresti um hvort jörðin sé til sölu. Núna er haft samband vikulega og jafnvel oftar. Þá veðja menn greinilega á að eldgosið standi í langan tíma og geti orðið aðdráttarafl í líkingu við Bláa lónið,“ segir Sigurður Guðjón.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka