Hagnaður GR 321 milljón króna

Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri GR.
Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri GR. Ljósmynd/Aðsend

Gagnaveita Reykjavíkur (GR) skilaði 321 milljónar króna hagnaði á síðasta ári. Meginástæða jákvæðrar afkomu er fjölgun viðskiptavina á heimilis- og fyrirtækjamarkaði undanfarin ár í kjölfar ljósleiðaravæðingar GR að því er segir í fréttatilkynningu. 

Nú vinnur GR að því að tengja heimili í Reykjanesbæ í samstarfsverkefni með Mílu. Á síðasta ári tengdust um 2.600 heimili í Reykjanesbæ og Árborg við ljósleiðarann.

Nú geta um 110.000 heimili og fyrirtæki tengst ljósleiðara GR og eiga kost á eitt gíg netsambandi, eða um 75% heimila á landinu.

„Netumferð jókst gríðarlega eftir að samkomutakmarkanir tóku gildi mátti sjá allt að 100% aukningu í fyrstu bylgju 2020. Innviðir GR hafa verið í stakk búnir fyrir þessa umferð og hefur kerfið haldist stöðugt þrátt fyrir aukið álag,“ segir enn fremur í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK