Botni náð og bjartara fram undan

Ýmislegt bendir til þess að botninum sé náð á vinnumarkaði og bjartara sé fram undan að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans en þar er fjallað um stöðuna á vinnumarkaði.

Þar kemur fram að farið hafi að bera á neikvæðum áhrifum á íslenskan vinnumarkað u.þ.b. ári áður en kórónukreppan skall á.

„Ýmislegt bendir þó til þess að botninum sé náð, að bjartara sé fram undan og að vinnumarkaðurinn fari að styrkjast aftur. Þar mun viðleitni stjórnavalda til að fjölga störfum, m.a. með ráðningarstyrkjum, skipta máli, en einnig árangur í bólusetningu og auknir möguleikar á opnun landsins og vaxandi komur ferðamanna.“

Samkvæmt niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands er áætlað að um 202.900 manns hafi verið á vinnumarkaði í mars 2020, sem jafngildir 77% atvinnuþátttöku. Af fólki á vinnumarkaði voru um 186.200 starfandi og um 16.700 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 8,2% af vinnuaflinu. Starfandi fólki fækkaði um 3.600 milli ára og atvinnulausum fjölgaði um 11.200. Hlutfall starfandi var 70,8% í mars og hafði minnkað um 2,6% prósentustig frá mars 2020.

Í apríl 2020 fór atvinnuþátttaka niður í 73,4% og hafði ekki verið minni a.m.k. frá árinu 2003, þegar vinnumarkaðskönnunin hófst. Sé miðað við 12 mánaða hlaupandi meðaltal var atvinnuþátttaka mest um mitt ár 2017, en þá fór hún upp í 82%. Samsvarandi tala nú er 77,4% og hefur atvinnuþátttaka verið nokkuð stöðug í kringum það gildi síðustu 6 mánuði,“ segir í Hagsjá hagdeildar Landsbankans en hana má lesa í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK