FRIS heldur bókaverðlaunasamkeppni í fyrsta sinn

Fransk-íslenska verslunarráðið heldur bókaverðlaunasamkeppni í fyrsta sinn í ár
Fransk-íslenska verslunarráðið heldur bókaverðlaunasamkeppni í fyrsta sinn í ár AFP

Fransk-íslenska verslunarráðið (FRIS) hefur valið 4 franskar frumkvöðlabækur í sína fyrstu bókaverðlaunasamkeppni FRIS 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu sem verslunarráðið sendi frá sér.

Bækurnar sem voru tilnefndar voru m.a. samdar af rithöfundunum Sébastien de Lafond og Jean-Marc Rudelle. Samkvæmt tilkynningu FRIS eru tilnefndu bækurnar mjög ólíkar en eiga samt þrennt sameiginlegt, „að kunna að snúa dæminu við nokkrum sinnum, elta tækifærin og taka þátt.“

Bókaverðlaun FRIS voru sett á laggirnar til hvatningar að atvinnusköpun, frumkvöðlauppbyggingu, nýsköpunar og að vekja traust til framtíðarinnar þrátt fyrir erfitt ástand í heiminum.

Dómnefnd keppninnar er skipuð sjö virtra þátttakenda fransks þjóðfélags, þar á meðal Soniu Arrouas forseta viðskiptadómstólsins í Evry. Vinningshafinn verður tilkynntur þann 23. júní við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í París. Sigurvegaranum verður boðið til Reykjavíkur í haust til að hitta frumkvöðla, útgáfufyrirtæki, viðskiptafræðinema og kennara í Háskólanum í Reykjavík sem og meðlimi FRIS á Íslandi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK