Drónasalan stefnir í 700 milljónir í ár

Sigurður Þór Helgason opnaði verslun DJI á Íslandi árið 2017.
Sigurður Þór Helgason opnaði verslun DJI á Íslandi árið 2017. Kristinn Magnússon

Sigurður Þór Helgason, eigandi verslunarinnar DJI, segir drónamarkaðinn á Íslandi hafa stækkað mikið að undanförnu. Með sama áframhaldi verði salan í verslun hans tvöfalt til þrefalt meiri í ár en í fyrra. Gangi það eftir gæti salan nálgast 700 milljónir króna í ár.

Sigurður Þór segir það ekki síst að þakka eldgosinu við Fagradalsfjall en strax morguninn eftir að það hófst hafi myndast röð í verslun DJI á Lækjargötu. Síðan muni endurræsing ferðaþjónustunnar styðja markaðinn enn frekar.

Kosta allt að sex milljónir

Viðskiptavinir verslunar DJI spanna allt litrófið, allt frá almennum notendum og upp í sérfræðinga sem þurfa dýrari búnað. Dýrasti dróninn kostar um sex milljónir með fylgibúnaði. Fylgja þá meðal annars þrjár myndavélar. Ein hefur 200-faldan aðdrátt, önnur er hitamyndavél og sú þriðja er hefðbundin myndavél. Geta þær allar tekið upp í einu. Slíkur dróni gagnast vel við eftirlit og við leit að týndu fólki.

Sigurður við einn gíganna, rétt eins og hann sé að …
Sigurður við einn gíganna, rétt eins og hann sé að stíga úr gosinu.

Sigurður Þór hefur mikla ástríðu fyrir drónum og hafa upptökur hans af íslensku landslagi meðal annars ratað í þáttaraðir á Netflix.

Sigurður Þór segir stefna í að verslun hans í Lækjargötu verði senn eina viðurkennda verslun DJI á Norðurlöndum. DJI sé að auka kröfurnar og hverfa um leið frá samningum við aðrar verslanir á Norðurlöndum. Í þessu felist mikil viðurkenning fyrir verslun hans á Íslandi.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK