Margir fjárfestar vilja koma að borðinu hjá Play að sögn forstjóra

„Við þurftum að loka útboðinu um daginn, við söfnuðum í raun miklu meiri peningum en við ætluðum að gera því áhuginn var svo gríðarlegur frá fagfjárfestum og er enn þá.“

Þetta segir Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, en hann er gestur Dagmála á mbl.is í dag. Hann segir að fyrirhuguð skráning félagsins í júní á markað sé ekki komin til vegna þess að félagið sárvanti aukið fjármagn heldur sé það talin góð leið til þess að hleypa fjárfestum að borðinu sem helst fjárfesti aðeins í skráðum bréfum og eins almenningi sem sýnt hafi starfseminni mikinn áhuga. Margir vilji koma að endurreisn íslenskrar ferðaþjónustu.

„Við erum á hverjum einasta degi að segja, þú verður að bíða,“ segir Birgir þegar hann lýsir áhuga fjárfesta á félaginu. Hann telur að skráning félagsins á markað tryggi ákveðinn aga og festu í reksturinn sem „sé stóra breytan í því að ná árangri því það er ekki einhver einn einstaklingur sem er að ráða eða tekur einhverjar ákvarðanir sem byggðar eru á einhverjum öðrum forsendum en þeim sem eru viðskiptalega réttar,“ segir Birgir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK