Undirbýr sölu á 79% hlut í Opnum kerfum

Viðsnúningur var á rekstri fyrirtækisins á síðasta ári.
Viðsnúningur var á rekstri fyrirtækisins á síðasta ári. Ljósmynd/Aðsend

Fjárfestingasjóðurinn MF1 undirbýr nú sölu á hlut sínum í Opnum kerfum. Sjóðurinn á meirihluta í upplýsingatæknifyrirtækinu, eða ríflega 79 prósent.

Eignarhaldsfélag Frosta Bergssonar, sem er einn af stofnendum Opinna kerfa og stjórnarmaður, á tæplega 16 prósent og fer starfsfólk með um fimm prósenta hlut í fyrirtækinu. Hluthafar hafa ráðið fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka til að hefja undirbúning og kanna möguleika á sölunni, að því er kemur fram í tilkynningu.

Mikill viðsnúningur var á rekstri Opinna kerfa á síðasta ári. Ráðist var í breytingar á innra skipulagi félagsins og áherslur í vöruúrvali sem skilað hafa árangri. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi fyrir árið 2020 jukust tekjur félagins um 5,4% frá fyrra ári og námu tæpum 3,9 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 215 milljónum króna.

„Afkoma síðasta árs og undanfarinna mánaða er staðfesting á þeim góða árangri sem starfsfólk Opinna kerfa hefur náð á þessari vegferð. Opin kerfi hafa verið leiðandi í rekstri upplýsingatæknikerfa hér á landi og sterkur samstarfsaðili og ráðgjafi fyrirtækja, bæði í miðlægum lausnum og notendalausnum. Við höfum mætt breyttum áherslum viðskiptavina og fjárfest umtalsvert í skýjalausnum og innviðum félagsins,“ segir Ragnheiðar Harðar Harðardóttir, forstjóri Opinna kerfa, í tilkynningunni.   

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK