Frístundalóðir við sjóböð Skúla

Fjölskylda Skúla Mogensen á Hvammsvíkurjörðina í Hvalfirði.
Fjölskylda Skúla Mogensen á Hvammsvíkurjörðina í Hvalfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Skúli Mogensen athafnamaður eignaðist Hvammsvík árið 2011.

Fjölskylda hans hóf í vetur uppbyggingu sjóbaða í Hvammsvík en hagstætt tíðarfar gerði kleift að hefja jarðvinnu snemma á árinu.

Miða áformin við að byggja upp sjö sjólaugar í Hvammsvík, búningsaðstöðu fyrir 70 manns og ýmsa aðra þjónustu. Þá eru uppi hugmyndir um listsýningar í Hvammsvík.

Í auglýsingu Kjósarhrepps segir: „Breytingasvæðið nær yfir um 20 ha. svæði í landi Hvammsvíkur í Hvalfirði, Kjósarhreppi. Fyrirhugað er að skilgreina 30 frístundalóðir, en einnig eru gerðar minni háttar breytingar á gönguleiðum á svæðinu. Um er að ræða svæði fyrir frístundabyggð, sem er í beinu framhaldi af núverandi og eldra svæði, en hugmyndin er að tengja uppbyggingu við aðra þjónustu á staðnum, t.d. í hlöðunni og við sjóböðin.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK