Geta keypt sig inn í nýsköpunarhraðal

Startup SuperNova býður fyrirtækjum upp á að kaupa sig inn …
Startup SuperNova býður fyrirtækjum upp á að kaupa sig inn í hraðalinn Ljósmynd/Aðsend

„Fólki er kennt að fjármagna sig og búa til frjósamt umhverfi inn í framtíðina,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova en fyrirtækið er eitt af bakhjörlum nýsköpunarhraðalsins, Startup SuperNova sem hefst í sumar.

Hraðallinn býður upp á þá nýjung að fyrirtækjum er boðið að kaupa sig inn fyrir sex milljónir króna til þess að byggja upp viðskiptalausnir sínar ætlaðar alþjóðamarkaði. Magnús segir þessa nýjung hafa verið lengi í vinnslu og sé sönnuð formúla alþjóðlega sem virki vel. Hann leggur áherslu á stærð verkefnisins og segir gríðarlega fjármuni og metnað vera á bakvið það.

Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova.
Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova. Ljósmynd/Aðsend

Markmið að hraða vexti fyrirtækja

Þessi aðferð til að stuðla að nýsköpun kemur upphaflega frá Bandaríkjunum og er þekktasta fyrirtækið sem farið hefur þessa leið er líklega Google sem um langt skeið gaf starfsfólki sínu einn dag í viku til að vinna að eigin hugðarefnum. Magnús segir hins vegar að erlendis gangi þessi aðferð oftast út á að fjárfestasjóðir eigi hraðlanna reyni að eignast hlut í fyrirtækjunum. „Við erum hins vegar ekki þar heldur er þetta samfélagsverkefni hér,“ segir hann en markið hraðalsins er að hraða á vexti tækifæra fyrirtækja.

Hraðallinn hefst í Grósku, hugmyndahúsi í Vatnsmýri í júní, og stendur yfir í tíu vikur. Alls bárust 84 umsóknir og þar á meðal voru þó nokkrar frá erlendum teymum. Úr verða svo valin allt að tíu teymi frá skapandi fyrirtækjum með vaxtar tækifæri út fyrir landsteinanna að sögn Magnúsar.

Hin níu teymin sem valin verða til þátttöku í Startup SuperNova í ár fá sæti í hraðlinum sér að kostnaðarlausu og hljóta einnig fjárstyrk að upphæð einni milljón króna. „Samhliða í að samþykkja þennan styrk þá veita fyrirtækin rétt á bakhjarlarnir mega kaupa 5% í fyrirtækinu á fimm milljónir,“ segir Magnús. Fyrirtækin mega þó afþakka styrkinn og þurfa þá ekki að afhenda eignarhlut.

Njóta leiðsögn reynslumikilla aðila

Teymin njóta stuðnings starfsfólks Icelandic Startups og leiðsagnar reynslumikilla frumkvöðla og sérfræðinga með það fyrir augum að þróa hugmyndina nægilega langt til að vekja áhuga fjárfesta.

„Afurðin er skalanlegt hugarfar, skalanlegt viðskiptamódel, skalanleg markaðssókn og markmiðið að koma fyrirtækjunum á hærra plan,“ segir Magnús.

Nánar má lesa um verkefnið hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK